Yfir kvöldmatnum spiluðum við ?>

Yfir kvöldmatnum spiluðum við

Yfir kvöldmatnum spiluðum við nágrannarnir hinn stórskemmtilega leik "Hver er höfuðborgin?". Að vanda bar ég höfuð og herðar yfir andstæðinga mína í þeim leik. Smám saman snérist leikurinn út í almennan spurningaleik um gagnslitlar staðreyndir. Að lokum náði einn nágranninn í tölvuna sína og við spiluðum spurningaleik sem fylgir með Microsoft Encarta 2001. Ég náði því að innbyrða mikið magn upplýsinga þetta kvöld.

Skildu eftir svar