Rétt fyrir hádegi skrapp
Rétt fyrir hádegi skrapp ég niður í skóla til að ljúka við forritunarverkefni fyrir LISP. Þar sem ég átti bara tvö verkefni eftir bjóst ég við að geta klárað áður en ég yrði svangur. Um eittleytið hafði ekkert gengið í forrituninni. Ég fór því í hádegismat og vonaði að mér myndi ganga betur að finna lausn eftir matinn. Um fimmleytið hafði mér ekki tekist leysa verkefnið. Ég var því farinn að hafa áhyggjur að mér tækist ekki að leysa verkefnið fyrir kvöldamt. Þegar ég var að því kominn að gefast upp, þá kviknaði ljós í kollinum. Mér tókst að finna villuna sem hafði verið að þvælast fyrir mér í allan dag. Ég gat því klárað verkefnin og farið sæll heim í kvöldmat.