Browsed by
Month: október 2001

Ég vaknaði snemma og ?>

Ég vaknaði snemma og

Ég vaknaði snemma og tók neðanjarðarlestina niður á aðalbrautarstöð. Þar beið mín einn samnemandi minn. Fleiri voru væntanlegir á hverri stundu. Planið hafði verið að hittast klukkan 8:00. Þar sem ég er afar óstundvís maður þá mætti ég klukkan 7:55. Smám saman mættu fleiri á svæðið og skipulagning hófst á því hvernig ætti að haga miðakaupum. Einhverjir í hópnum höfðu ætlað að kaupa sér hollensk lestarkort sem gæfi þeim og þremur samferðamönnum þeirra 40% afslátt af lestarferðum innanlands. Þegar allir…

Read More Read More

Á morgun hefst OZSL ?>

Á morgun hefst OZSL

Á morgun hefst OZSL Schoolweek í Nunspeet. Í næstu viku fellur niður öll hefðbundin kennsla í raunvísindadeild UvA. Þessa viku nota rökfræðingar í Hollandi til að kynna sig og sín verkefni. Rökfræðingar og rökfræðinemar frá öllum helstu háskólum Hollands munu hittast í Nunspeet og eyða viku í að halda fyrirlestra, hlusta á fyrirlestra, skemmta sér og skemmta öðrum. Þar sem ég verð í Nunspeet alla næstu viku þá mun ég ekki uppfæra dagbókina rafrænt á þeim tíma. Ég ætla samt…

Read More Read More

Rétt fyrir hádegi skrapp ?>

Rétt fyrir hádegi skrapp

Rétt fyrir hádegi skrapp ég niður í skóla til að ljúka við forritunarverkefni fyrir LISP. Þar sem ég átti bara tvö verkefni eftir bjóst ég við að geta klárað áður en ég yrði svangur. Um eittleytið hafði ekkert gengið í forrituninni. Ég fór því í hádegismat og vonaði að mér myndi ganga betur að finna lausn eftir matinn. Um fimmleytið hafði mér ekki tekist leysa verkefnið. Ég var því farinn að hafa áhyggjur að mér tækist ekki að leysa verkefnið…

Read More Read More

Ég keypti mér snickers ?>

Ég keypti mér snickers

Ég keypti mér snickers í dag úr sjálfsala. Þetta var svosem ósköp venjulegt snickers að öllu öðru leyti en því að þetta var fyrsta snickersið sem ég kaupi úr sjáfsala sem tekur við evrum. Auðvitað tekur sjálfsalinn einnig við gyllinum og gefur einungis til baka í gyllinum. Enn eru rúmir tveir mánuðir í að evran muni hefja innreið sína hér í Evruland.

Norskur skólafélagi minn kom ?>

Norskur skólafélagi minn kom

Norskur skólafélagi minn kom til mín í dag og spurði hvort ég væri höfundur teiknimyndasögunnar Hefnd óhreina leirtausins. Ég kvað svo vera. Hann sagði að afrit af henni hefði verið hengt upp í eldhúsinu þar sem hann býr. Hann sagðist einnig finnast sagan skemmtileg og vonaði að hún myndi leiða til þess að nágrannar hans gangi betur um í eldhúsinu. Hann sagðist vera orðinn ansi pirraður á sóðaskapnum.

Ég hitti í dag ?>

Ég hitti í dag

Ég hitti í dag húsvörðinn sem fékk myndasöguna mína lánaða (sjá föstudaginn 5.okt). Hann sagðist hafa ljósritað hana og hengt afrit upp í öllum eldhúsum á stúdentagörðunum. Þegar ég leit hins vegar inn í eldhúsið mitt þá sá ég að hann var hvorki búinn að hengja upp afrit þar né skila frumritinu. Kannski er hann núna stunginn af með frumritið. það má kannski sjá eftirfarandi í blöðunum einhvern tíman í framtíðinni … Hollenskur húsvörður er að hugsa um að setjast…

Read More Read More

Bandarískur skólafélagi minn sagði ?>

Bandarískur skólafélagi minn sagði

Bandarískur skólafélagi minn sagði mér í dag frá því að kærastan hans væri að koma í heimsókn til hans frá Bandaríkjunum bráðlega. Á leiðinni austur um haf mun hún stoppa á Íslandi í þrjá daga. Hann spurði mig hvað væri merkilegast að sjá í Reykjavík. Satt best að segja hafði ég ekki hugmynd um hvað ég ætti að segja. Það eina sem mér datt í hug voru gamlar klisjur á borð við Blá lónið, Gullfoss og Geysir. Ég er hins…

Read More Read More

Einn nágranninn keypti sér ?>

Einn nágranninn keypti sér

Einn nágranninn keypti sér notað sjónvarp. Af góðmennsku ákvað hann að geyma það inni í sameiginlegu setustofunni okkar. Fræðilega geta því allir íbúarnir horft á það sem þeim sýnist, hvenær sem þeim sýnist, svo framarlega sem einhver annar er ekki að horfa það sem honum sýnist. M.ö.o. allir íbúarnir geta notið sjónvarpsins. Það var hins vegar einn galli á gjöf Njarðar. Inni í setustofunni er ekki gert ráð fyrir rafmagstækjum. Þar er hvorki rafmagns né loftnets innstungur. Hins vegar eru…

Read More Read More

Af og til í ?>

Af og til í

Af og til í vikunni hefur skotið upp í kollinn á mér brot úr dagbók Lögreglunnar í Reykjavík sem ég las á mánudaginn. Það er eitt og annað í þeim texta sem ég hreinlega skil ekki. Dagbókarbrotið er eftirfarandi. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bifreið um helgina vegna þess að ökumaður og farþegi voru með lambúshettur á höfðinu og voru því óþekkjanlegir. Lögreglan ræddi við mennina og var þeim gerð grein fyrir að slík hegðun væri ekki leyfileg. Það eru margar…

Read More Read More

Modal Logic kennslustund dagsins ?>

Modal Logic kennslustund dagsins

Modal Logic kennslustund dagsins byrjaði á því að kennarinn tilkynnti að við þyrftum ekki að skila inn heimadæmum framar. Það væru allt of margir nemendur í námskeiðinu og hann fengi ekki nógu há laun til að nenna að fara yfir heimadæmi svo margra. Lokaprófið mun því hafa meira vægi en ætlað var í upphafi. Vegna dagbókarfærslu mánudagsins vil ég taka eftirfarandi fram. Ég hef enn í huga að byrja á lokaverkefninu mínu. Það sem ég ætlaði að segja á mánudaginn…

Read More Read More