Ég vaknaði snemma og
Ég vaknaði snemma og tók neðanjarðarlestina niður á aðalbrautarstöð. Þar beið mín einn samnemandi minn. Fleiri voru væntanlegir á hverri stundu. Planið hafði verið að hittast klukkan 8:00. Þar sem ég er afar óstundvís maður þá mætti ég klukkan 7:55. Smám saman mættu fleiri á svæðið og skipulagning hófst á því hvernig ætti að haga miðakaupum. Einhverjir í hópnum höfðu ætlað að kaupa sér hollensk lestarkort sem gæfi þeim og þremur samferðamönnum þeirra 40% afslátt af lestarferðum innanlands. Þegar allir…