Norskur skólafélagi minn kom
Norskur skólafélagi minn kom til mín í dag og spurði hvort ég væri höfundur teiknimyndasögunnar Hefnd óhreina leirtausins. Ég kvað svo vera. Hann sagði að afrit af henni hefði verið hengt upp í eldhúsinu þar sem hann býr. Hann sagðist einnig finnast sagan skemmtileg og vonaði að hún myndi leiða til þess að nágrannar hans gangi betur um í eldhúsinu. Hann sagðist vera orðinn ansi pirraður á sóðaskapnum.