Modal Logic kennslustund dagsins
Modal Logic kennslustund dagsins byrjaði á því að kennarinn tilkynnti að við þyrftum ekki að skila inn heimadæmum framar. Það væru allt of margir nemendur í námskeiðinu og hann fengi ekki nógu há laun til að nenna að fara yfir heimadæmi svo margra. Lokaprófið mun því hafa meira vægi en ætlað var í upphafi.
Vegna dagbókarfærslu mánudagsins vil ég taka eftirfarandi fram. Ég hef enn í huga að byrja á lokaverkefninu mínu. Það sem ég ætlaði að segja á mánudaginn var að fram til þess tíma hafði ég hugsað mér að byrja á lokaverkefninu á þessu misseri. Á mánudaginn ákvað hins vegar að fresta byrjuninni fram til næsta misseris vegna tímaskorts. Einnig vil ég taka fram að í heildina ætla ég að leggja 14 einingaígildi af vinnu í lokaverkefnið. Fram til mánudags hafi ég hugsað mér að vinna 7 af þeim á þessu misseri.