Ég vaknaði snemma í
Ég vaknaði snemma í morgun eilítið vankaður eftir næturgaman. Til að hressa mig við skrapp ég og fékk mér morgunmat. Eftir nokkra kaffibolla og smá göngutúr var ég tilbúinn til að takast á við fyrirlestra dagsins. Mér gekk bærilega að halda einbeitingu í gegnum fyrirlestrana þó þeir hafi verið misjafnlega áhugaverðir.
Kvöldið í kvöld var rólegra en gærkveldið. Við prófuðum saununa og sundlaugina. Eftir sullið var farið tiltölulega snemma í háttinn.