Ég vaknaði heldur betur ?>

Ég vaknaði heldur betur

Ég vaknaði heldur betur hressari í morgun en gærmorgun. Dagurinn í dag var áþekkur deginum í gær. Fyrirlestrarnir dagsins í dag voru þó í heildina áhuverðari en fyrirlestrar gærdagsins.

Eftir kvöldmatinn settumst við niður nokkrir meistaranemar og tókum í spil. Þar sem okkur fannst við hafa eytt of miklum pening í að kaupa dýrt rauðvín af barnum á sunnudag þá höfðum við byrgt okkur upp af slíkum veigum frá stórmarkaðnum. Við náðum að klára úr tveimur flöskum af rauðvíni áður en barþjónninn uppgötvaði að við vorum ekki að drekka rauðvín keypt á barnum. Eftir það fluttum við okkur um set yfir í eitt svefnherbergjanna og héldum áfram spilamennsku og rauðvínsdrykkju fram á nótt.

Skildu eftir svar