Ég sá í dag
Ég sá í dag auglýsingu frá Microsoft. Þar voru þeir að kynna nýja stýrikerfið sitt Windows xp. Í auglýsingunni var sýnt hvernig fólk getur svifið um loftin blá með því einu að nota xp. Ég geri ráð fyrir að hér sé líklega um líkingamál að ræða hjá hugbúnaðarrisanum. Mér þætti fróðlegt að vita hvort þeir hafi hugsað þetta líkindamál til enda. Hvað ætli gerist ef einhver er á xp-flugi þegar Windows frýs? Stoppar sá hinn sami í loftinu eða fellur hann til jarðar?