Bandarískur skólafélagi minn sagði ?>

Bandarískur skólafélagi minn sagði

Bandarískur skólafélagi minn sagði mér í dag frá því að kærastan hans væri að koma í heimsókn til hans frá Bandaríkjunum bráðlega. Á leiðinni austur um haf mun hún stoppa á Íslandi í þrjá daga. Hann spurði mig hvað væri merkilegast að sjá í Reykjavík. Satt best að segja hafði ég ekki hugmynd um hvað ég ætti að segja. Það eina sem mér datt í hug voru gamlar klisjur á borð við Blá lónið, Gullfoss og Geysir. Ég er hins vegar sannfærður um að það sé hægt að finna eitthvað áhugavert í Reykjavík. Ég hef því ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni. Þú, lesandi góður getur sent mér þínar tillögur í tölvupósti á borkur@borkur.net. Ég mun síðan finna leið til að velja bestu tillöguna og munu vegleg verðlaun verða veitt fyrir hana. Verðlaunin hafa ekki verið ákveðin enn, en volgur Amstel kemur afar sterklega til greina (eða ís með dýfu og rís ef vinningshafi drekkur ekki áfengi).

Skildu eftir svar