Af og til í ?>

Af og til í

Af og til í vikunni hefur skotið upp í kollinn á mér brot úr dagbók Lögreglunnar í Reykjavík sem ég las á mánudaginn. Það er eitt og annað í þeim texta sem ég hreinlega skil ekki. Dagbókarbrotið er eftirfarandi.

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bifreið um helgina vegna þess að ökumaður og farþegi voru með lambúshettur á höfðinu og voru því óþekkjanlegir. Lögreglan ræddi við mennina og var þeim gerð grein fyrir að slík hegðun væri ekki leyfileg.

Það eru margar spurningar sem vöknuðu hjá mér við þennan lestur. Er virkilega bannað að vera óþekkjanlegur? Ef svo er: afhverju? Er kannski eingöngu bannað að vera óþekkjanlegur undir stýri? Hvar liggja mörkin milli þess að vera illþekkjanlegur og óþekkjanlegur? Er bannað að vera með sólgleraugu? Er bannað að vera með sólgleraugu og derhúfu? Er bannað að vera skeggjaður með sólgleraugu og derhúfu? Ef það er satt sem ég hef heyrt að Lögreglan í Reykjavík sé undirmönnuð, hvers vegna í ósköpunum einbeitir hún sér ekki að alvarlegri glæpum en brotum á lögum um smekklegan klæðaburð? Ef þú, lesandi góður veist svarið við einhverri af þessum spurningum þá væri ég afar þakklátur ef þú sendir mér það í tölvupósti.

Skildu eftir svar