Á leiðinni inn í ?>

Á leiðinni inn í

Á leiðinni inn í eldhús mætti ég einum húsvarðanna. "Góðan daginn, ert þú Börkur?" "Já" "Börkur sem teiknaði myndasöguna sem er inni í eldhúsi?" "Já" "Má ég fá hana lánaða, mig langar nefnilega að ljósrita hana og hengja eitt eintak upp í hverju einasta eldhúsi á stúdentagörðunum" "Gjörðu svo vel" "Takk, ég held að myndasagan muni hjálpa mikið í baráttunni við óhreint leirtau"

Umrædda myndasögu gerði ég síðasta vetur þegar ég var hvað pirraðastur á fólkinu sem ekki nennti að vaska upp eftir sig. Sagan fjallaði það þegar óhreina leirtauið gerði uppreisn gegn sóðum. Ég man ekki til þess að sagan hafi borið nokkurn árangur. Ég verð að leita að því í gömlum dagbókarfærslum. Húsverðirnir virðast hins vegar hafa töllatrú á sögunni.

Skildu eftir svar