Browsed by
Month: október 2001

Ég sá í dag ?>

Ég sá í dag

Ég sá í dag auglýsingu frá Microsoft. Þar voru þeir að kynna nýja stýrikerfið sitt Windows xp. Í auglýsingunni var sýnt hvernig fólk getur svifið um loftin blá með því einu að nota xp. Ég geri ráð fyrir að hér sé líklega um líkingamál að ræða hjá hugbúnaðarrisanum. Mér þætti fróðlegt að vita hvort þeir hafi hugsað þetta líkindamál til enda. Hvað ætli gerist ef einhver er á xp-flugi þegar Windows frýs? Stoppar sá hinn sami í loftinu eða fellur…

Read More Read More

Ég hitti í dag ?>

Ég hitti í dag

Ég hitti í dag makedónskan kunningja minn. Hann er að læra stjórnmálafræði. Hann er að fara að byrja á lokaverkefninu sínu bráðlega. Efnið sem hann tekur fyrir er í meira lagi áhugavert. Ef mér skildist rétt þá ætlar hann að ræða lögsögu evrópuþingsins og framkvæmdastjórnar evrópusambandsins út frá hefðbundinni skilgreiningu lýðræðis. Ég er afar spenntur að vita að hvaða niðurstöðum hann kemst. Hugtakið lýðræði hefur nefnilega verið mér afar hulgeikið undanfarna daga. Ísland er talið vera lýðræðisríki. Það birtist meðal…

Read More Read More

Ég notaði þennan dag ?>

Ég notaði þennan dag

Ég notaði þennan dag í að hvíla mig. Þegar ég vaknaði og leit á klukkuna sá ég að ég hafði sofið fram yfir hádegi. Við nánari athugun reyndist svo ekki vera því að skipt var yfir í vetrartíma í nótt. Ég græddi þar með heilan klukkutíma. Ég reyndist því hafa sofið næstum til hádegis.

Ég hafði hugsað mér ?>

Ég hafði hugsað mér

Ég hafði hugsað mér að eyða þessum degi í að rölta um hollenskt skóglendi. Ég ákvað hins vegar að láta fimmtudagsgönguna nægja. Þess í stað ákvað ég að fá mér frumskógargöngu. Klukkan 6:20 var ég vakinn af nágranna mínum. Ég pakkaði niður í bakpoka helstu nauðsynjum og hélt af stað ásamt þremur nágrönnum mínum niður á aðalbrautarstöð. Ferðinni var heitið til reglugerðafrumskógarins Brussel. Ferðin til Brussel tók tæpa þrjá tíma. Þegar þangað var komið byrjuðum við á því nauðsynlegasta. Við…

Read More Read More

Ég vaknaði í morgun ?>

Ég vaknaði í morgun

Ég vaknaði í morgun alklæddur. Það hafði tognað lítið eitt úr stundarkorninu sem ég hafði ætlað mér til kraftasöfnunar kvöldið áður og ekkert hafði orðið af barferðinni. Ég vaknaði því hress og endurnærður. Ég hafði því næga orku til að fara á barinn. Ég lét það þó eiga sig og lét mér nægja morgunmat. Fyrirlestrar dagsins voru svipaðir fyrirlestrum sunnudagsins að því leyti að menn kynntu sínar rannsóknir. Að þessu sinni voru það kennarar sem kynntu sig og sín verk….

Read More Read More

Ég ákvað að sleppa ?>

Ég ákvað að sleppa

Ég ákvað að sleppa fyrirlestrum í dag. Þess í stað ákvað ég að fá mér göngutúr um nágrenni Nunspeet. Ég lagði af stað frá hótelinum er klukkan hafði gengið tíu mínútur í ellefu. Fyrst lá leiðin í gegnum skóglendi til þorpsins Vierhouten. Þar keypti ég mér croissant, kex og vatn. Eftir að hafa snætt hádegismat á bekk í Vierhouten hélt ég af stað yfir Elspeetse Heide (ég er ekki viss um hvernig eigi að þýða heide á íslensku. Orðið sem…

Read More Read More

Ég vaknaði heldur betur ?>

Ég vaknaði heldur betur

Ég vaknaði heldur betur hressari í morgun en gærmorgun. Dagurinn í dag var áþekkur deginum í gær. Fyrirlestrarnir dagsins í dag voru þó í heildina áhuverðari en fyrirlestrar gærdagsins. Eftir kvöldmatinn settumst við niður nokkrir meistaranemar og tókum í spil. Þar sem okkur fannst við hafa eytt of miklum pening í að kaupa dýrt rauðvín af barnum á sunnudag þá höfðum við byrgt okkur upp af slíkum veigum frá stórmarkaðnum. Við náðum að klára úr tveimur flöskum af rauðvíni áður…

Read More Read More

Ég vaknaði snemma í ?>

Ég vaknaði snemma í

Ég vaknaði snemma í morgun eilítið vankaður eftir næturgaman. Til að hressa mig við skrapp ég og fékk mér morgunmat. Eftir nokkra kaffibolla og smá göngutúr var ég tilbúinn til að takast á við fyrirlestra dagsins. Mér gekk bærilega að halda einbeitingu í gegnum fyrirlestrana þó þeir hafi verið misjafnlega áhugaverðir. Kvöldið í kvöld var rólegra en gærkveldið. Við prófuðum saununa og sundlaugina. Eftir sullið var farið tiltölulega snemma í háttinn.