Skólaárið byrjaði í dag.
Skólaárið byrjaði í dag. Morgunninn byrjaði á Model Theory. Seinna um daginn fór ég í fyrsta tímann í Modal Logic. Báðir kúrsarnir eru frekar stærðfræðilegir. Þetta misseri verður því ágætis tilbreyting frá tölvunarfræðilegu rökfræðinni sem ég hef verið að taka undanfarið.
Síðdegis skrapp ég út í bókabúð til að kaupa mér bók um Model Theory. Ég prílaði upp á sjöttu hæð til að líta á stærðfræðibækur. Því miður fann ég ekki það sem ég var að leita að. Ég þurfti því að panta bókina. Hún mun berast eftir tvær til þrjár vikur. Ég verð því að reiða mig á bækur á bókasafninu um sinn. Þar sem ég vildi ekki fara tómhentur úr búðinni ákvað ég að kaupa mér eina skáldsögu til að geyma á náttborðinu. Ég keypti mér bókina Atlas Shrugged eftir Ayn Rand. Ég geri ráð fyrir að sú bók verði talsvert lengi á náttborðinu þar sem hún er talsvert þykk.