Browsed by
Month: september 2001

Skólaárið byrjaði í dag. ?>

Skólaárið byrjaði í dag.

Skólaárið byrjaði í dag. Morgunninn byrjaði á Model Theory. Seinna um daginn fór ég í fyrsta tímann í Modal Logic. Báðir kúrsarnir eru frekar stærðfræðilegir. Þetta misseri verður því ágætis tilbreyting frá tölvunarfræðilegu rökfræðinni sem ég hef verið að taka undanfarið. Síðdegis skrapp ég út í bókabúð til að kaupa mér bók um Model Theory. Ég prílaði upp á sjöttu hæð til að líta á stærðfræðibækur. Því miður fann ég ekki það sem ég var að leita að. Ég þurfti…

Read More Read More

Þar sem ég hafði ?>

Þar sem ég hafði

Þar sem ég hafði ekkert að gera í dag þá fór ég niður í bæ og keypti bakarofn. Nú get ég loksins farið að baka kökur. Ofninn er að vísu svo lítill að ég get einungis bakað smákökur. Eftir kvöldmatinn kenndi ég nokkrum nágrönnum að spila drullu. Mér gekk afar vel framan af og var keisari eða aðstoðarkeisari næstum allt spilið. Hins vegar fipaðist mér flugið undir lokin og endaði sem drullan.

Ég hef undanfarið átt ?>

Ég hef undanfarið átt

Ég hef undanfarið átt í vandræðum með Bandaríkjamanninn sem býr hér á hæðinni. Hann á það til að spyrja í tíma og ótíma "Hey, what´s up?". Þar sem þetta er spurning þá geri ég ráð fyrir að hann vilji fá svar. Hins vegar veit ég ekki nákvæmlega um hvað hann er að spyrja. Þar af leiðandi veit ég ekki nákvæmlega hverju ég á að svara. Mér datt nokkur svör í hug. Til dæmis "Microsoft went up by a quarter of…

Read More Read More

Börkur:Ég heiti Sigurbjörnsson og ?>

Börkur:Ég heiti Sigurbjörnsson og

Börkur:Ég heiti Sigurbjörnsson og er hér til að sækja lykilinn að nýju skrifstofunni minni. Afgreiðslumaður:Hmm … þú þarft að borga 25 gyllini í tryggingu. B:Nei ég ætla að skila inn lyklinum af gömlu skrifstofunni og yfirfæra trygginguna fyrir honum yfir á nýja lykilinn [Börkur réttir fram gamla lykilinn] A:Hmm … en gamli lykillinn er alveg eins og sá nýi. B:Mig grunaði það því að ég gat opnað nýju skrifstofuna með gamla lyklinum. A:Af hverju ertu þá að skipta? B:Af því…

Read More Read More

Í morgun þurftum við ?>

Í morgun þurftum við

Í morgun þurftum við að nema allt okkar hafurtask á brott úr eldhúsinu. Ræstitæknar gerðu innrás, þrifu og hentu öllu sem í vegi þeirra varð. Þetta var ágæt aðferð til að losna við allt draslið sem fyrrum íbúar hæðarinnar höfðu skilið eftir sig. Eftir að tæknarnir höfðu yfirgefið svæðið gátum við flutt aftur inn í eldhúsið. Við notuðu einnig tækifærið og hentum þeim eldhúsáhöldum sem okkur fannst ekki sérlega girnileg til matargerðar.

Wargames er bíómynd sem ?>

Wargames er bíómynd sem

Wargames er bíómynd sem fjallar um gervigreind. Þar er sagt frá því hvernig lærdómsreiknirit geta komið af stað kjarnorkustríði. Myndin minnti mig á það að ég á ennþá eftir að fá eikunn fyrir kúrsinn Autonomous Learning Systems sem ég tók á síðasta misseri. Ég vona að einkunnin berist áður en lærdómsreikniritin mín koma af stað stríði.

Nú er ég búinn ?>

Nú er ég búinn

Nú er ég búinn að kynnast næstum öllum nýju nágrönnunum mínum. Eins og áður verður fjölþjóðlegt andrúmsloft hér. Við höfum einn grískan Kanadabúa, tvo Þjóðverja, einn Síngapúrbúa, einn Bandaríkjamann, einn Hong Kong búa og einn Íslending (mig). Fagleg fjölbreytni er ekki eins mikil. Fjórir leggja stund á hagfræði, tveir á rökfræði og einn á líffræði. Áttunda íbúann hef ég ekki hitt og veit ekki þjóðerni hans. Þetta virðist við fyrstu sýn vera hið ágætasta fólk.

Eftir að hafa eytt ?>

Eftir að hafa eytt

Eftir að hafa eytt fyrri hluta dagsins í hollenskunám snéri ég mér að fótbolta. Fyrri leikur dagsins var í Dublin. Þar tóku Írar á móti Hollendingum. Í leikslok var ég frekar dapur og fann til með grey Hollendingum sem töpuðu leiknum. Eftir að hafa heyrt önnur úrslit dagsins kættist ég heldur betur. Seinni leikur dagsins var leikinn í Munchen. Þar tóku Þjóðverjar á móti Englendingum. Um leið og BBC þulurinn byrjaði á að lýsa leiknum áttaði ég mig á því…

Read More Read More