Browsed by
Month: september 2001

Í dag var fyrsti ?>

Í dag var fyrsti

Í dag var fyrsti tíminn í Reasoning About Uncertainty. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar kúrsinn um röksemdafærslu í kerfi sem inniheldur óvissu. Þetta virðist vera skemmtilegur kúrs, en ekki nógu skemmtilegur til að ég nenni að taka hann til eininga. Ég er því að hugsa um að sitja kúrsinn án þess að skila inn neinum verkefnum.

Makedónskur fyrrum nágranni minn ?>

Makedónskur fyrrum nágranni minn

Makedónskur fyrrum nágranni minn var svo óheppinn að missa herbergið sitt núna í sumar. Hann bað mig því að geyma fyrir sig sófa, sjónvarp og myndbandstæki. Hann ætlaði síðan að sækja góssið núna í haust þegar hann væri búinn að redda sér nýju heimili. Honum hefur hins vegar ekki tekist að finna húsnæði hér í borg og býr því í Utrecht. Þar sem hann nennir ekki að burðast með sófa, sjónvarp og myndbandstæki þangað þá sit ég uppi með herlegheitin…

Read More Read More

Ég vakti nágranna minn ?>

Ég vakti nágranna minn

Ég vakti nágranna minn rétt fyrir níu í morgun og spurði hvort hann ætlaði ekki að mæta í Modal Logic kennslustund. "Jú, en ekki fyrr en klukkan fjögur!". Á þeirri stundu áttaði ég mig á því að ég hafði klúðrað hinum fullkomna skóladegi. Ég fór því í Model Theory kennslustund klukkan níu, gersamlega óundirbúinn og var algerlega úti á þekju allan tímann. Milli níu og fjögur notaði ég tímann til að undirbúa mig enn betur fyrir Modal Logic. Ég gat…

Read More Read More

Ég eyddi stórum hluta ?>

Ég eyddi stórum hluta

Ég eyddi stórum hluta dagsins í að lesa Modal Logic til að vera vel undirbúinn fyrir morgundaginn. Ég er nefnilega búinn að skipuleggja hinn fullkomna skóladag á morgun. Hann mun byrja á því að ég mæti klukkan níu vel undirbúinn í Modal Logic. Síðan mun ég nota tímann frá ellefu til fjögur til að lesa Model Theory. Klukkan fjögur mun ég svo mæta vel undirbúinn í Model Theory kennslustund.

Eftir kvöldmatinn bauð grískur ?>

Eftir kvöldmatinn bauð grískur

Eftir kvöldmatinn bauð grískur nágranni minn mér upp á þjóðardrykk Grikkja, ouzo. Yfir drykknum ræddum við um daginn og veginn. Það var ýmislegt athyglivert sem bar á góma í þeirri umræðu. Til dæmis fékk ég að vita að á Grikklandi er ouzo borið á góma barna þegar þau eru að taka tennur. Það á víst að lina kvalir þeirra.

Rökfræðideildin bauð upp á ?>

Rökfræðideildin bauð upp á

Rökfræðideildin bauð upp á bátsferð um borgina til að halda upp á að nýtt skólaár er gengið í garð. Boðið var upp á bjór, vín og snittur. Þegar allir meistaranemarnir höfðu klárað úr nokkrum glösum var tekin mynd af hverjum og einum til að setja á heimasíðu deildarinnar. Ég er ekki viss um hversu skynsamlegt það er að andlit deildarinnar út á við séu drukknir meistaranemar.

Í átta mánuði bjó ?>

Í átta mánuði bjó

Í átta mánuði bjó ég í Amsterdam án þess að eiga almennilega vekjaraklukku. Vekjarinn á úrinu mínu nægði til að koma mér á fætur. Frá áramótum hefur ónæmiskerfið mitt unnið dag og nótt við að finna upp móteitur gegn þeirri hringingu. Svo virðist sem því hafi tekist ætlunarverk sitt. Ég get núna slökkt á úrvekjaranum án þess að vakna. Ég fór því í dag á stúfana til að kaupa vekjaraklukku. Mér leiðast verslanir. Þess vegna fór ég inn í fyrstu…

Read More Read More

Ég skrapp í íþróttamiðstöð ?>

Ég skrapp í íþróttamiðstöð

Ég skrapp í íþróttamiðstöð háskólans og keypti mér aðgang að þreksalnum fyrir næstu mánuði. Eftir kaupin skellti ég mér í íþróttagallann, hjólaði á þrekhjóli og lyfti nokkrum lóðum. Að lokum ákvað ég að taka mér annan léttan þrekhjólatúr. Eftir að hafa stigið hjólið um stund var mér litið á sjónvarpsskjá fyrir framan mig. Á skjánum voru myndir sem fengu mig til að drífa mig heim til að kynna mér betur hvað væri á seyði handan Atlantsála.