Í dag var fyrsti
Í dag var fyrsti tíminn í Reasoning About Uncertainty. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar kúrsinn um röksemdafærslu í kerfi sem inniheldur óvissu. Þetta virðist vera skemmtilegur kúrs, en ekki nógu skemmtilegur til að ég nenni að taka hann til eininga. Ég er því að hugsa um að sitja kúrsinn án þess að skila inn neinum verkefnum.