Nú er ég búinn ?>

Nú er ég búinn

Nú er ég búinn að kynnast næstum öllum nýju nágrönnunum mínum. Eins og áður verður fjölþjóðlegt andrúmsloft hér. Við höfum einn grískan Kanadabúa, tvo Þjóðverja, einn Síngapúrbúa, einn Bandaríkjamann, einn Hong Kong búa og einn Íslending (mig). Fagleg fjölbreytni er ekki eins mikil. Fjórir leggja stund á hagfræði, tveir á rökfræði og einn á líffræði. Áttunda íbúann hef ég ekki hitt og veit ekki þjóðerni hans. Þetta virðist við fyrstu sýn vera hið ágætasta fólk.

Skildu eftir svar