Ég vakti nágranna minn ?>

Ég vakti nágranna minn

Ég vakti nágranna minn rétt fyrir níu í morgun og spurði hvort hann ætlaði ekki að mæta í Modal Logic kennslustund. "Jú, en ekki fyrr en klukkan fjögur!". Á þeirri stundu áttaði ég mig á því að ég hafði klúðrað hinum fullkomna skóladegi. Ég fór því í Model Theory kennslustund klukkan níu, gersamlega óundirbúinn og var algerlega úti á þekju allan tímann. Milli níu og fjögur notaði ég tímann til að undirbúa mig enn betur fyrir Modal Logic. Ég gat því mætt þá kennslustund með tvöfaldan undirbúning að baki. Að meðaltali var ég því kannski ekki svo illa undirbúinn fyrir kennslustundir dagsins.

Skildu eftir svar