Ég skrapp í íþróttamiðstöð ?>

Ég skrapp í íþróttamiðstöð

Ég skrapp í íþróttamiðstöð háskólans og keypti mér aðgang að þreksalnum fyrir næstu mánuði. Eftir kaupin skellti ég mér í íþróttagallann, hjólaði á þrekhjóli og lyfti nokkrum lóðum. Að lokum ákvað ég að taka mér annan léttan þrekhjólatúr. Eftir að hafa stigið hjólið um stund var mér litið á sjónvarpsskjá fyrir framan mig. Á skjánum voru myndir sem fengu mig til að drífa mig heim til að kynna mér betur hvað væri á seyði handan Atlantsála.

Skildu eftir svar