Ég hef undanfarið átt
Ég hef undanfarið átt í vandræðum með Bandaríkjamanninn sem býr hér á hæðinni. Hann á það til að spyrja í tíma og ótíma "Hey, what´s up?". Þar sem þetta er spurning þá geri ég ráð fyrir að hann vilji fá svar. Hins vegar veit ég ekki nákvæmlega um hvað hann er að spyrja. Þar af leiðandi veit ég ekki nákvæmlega hverju ég á að svara. Mér datt nokkur svör í hug. Til dæmis "Microsoft went up by a quarter of a percentage this morning following the verdict saying that the company is not to be split up. However the stock fell again in the afternoon as investors learned that the lawsuit is far from over". Hugsanlega get ég einnig bara bent upp og svarað "That way!". Ég er hins vegar nokkuð viss að hvorugt svarið er það sem hann er að fiska eftir. Ef þú, lesandi góður, veist hvernig á að svara Bandaríkjamanninum þá væri ég afar feginn ef þú vildir senda mér tölvupóst með svarinu.