Þegar fólk kemur saman
Þegar fólk kemur saman til að spila rommí þá fer oft heilmikill tími í að ákveða hvaða reglur skuli gilda. Hvernig má nota tvista? Hversu mörg stig fást fyrir ás? O.s.frv. Í gær spilaði ég rommí við tvo nágranna mína. Hvorugur þeirra hafði spilað rommí áður. Ég gat því þröngvað upp á þá þeim reglum sem mér líkaði. Úr varð afar ánægjuleg kvöldstund með rommí, ouzo, brennivíni og tei. Ekki spillti það fyrir mér ánægjunni að ég vann spilið.