Eftir kvöldmatinn bauð grískur
Eftir kvöldmatinn bauð grískur nágranni minn mér upp á þjóðardrykk Grikkja, ouzo. Yfir drykknum ræddum við um daginn og veginn. Það var ýmislegt athyglivert sem bar á góma í þeirri umræðu. Til dæmis fékk ég að vita að á Grikklandi er ouzo borið á góma barna þegar þau eru að taka tennur. Það á víst að lina kvalir þeirra.