Eftir að hafa eytt
Eftir að hafa eytt fyrri hluta dagsins í hollenskunám snéri ég mér að fótbolta. Fyrri leikur dagsins var í Dublin. Þar tóku Írar á móti Hollendingum. Í leikslok var ég frekar dapur og fann til með grey Hollendingum sem töpuðu leiknum. Eftir að hafa heyrt önnur úrslit dagsins kættist ég heldur betur. Seinni leikur dagsins var leikinn í Munchen. Þar tóku Þjóðverjar á móti Englendingum. Um leið og BBC þulurinn byrjaði á að lýsa leiknum áttaði ég mig á því að röddin hans hljómaði kunnuglega. Ég er nokkuð viss um að þetta er sami þulur og sá sem lýsir leikjum í Euro2000 tölvuleiknum sem ég kepyti mér í sumar. Það var raunar fleira sem minnti mig á tölvuleikinn í kvöld. Englendingr léku næstum jafn vel í Þýskalandi og þeir gera undir minni stjórn í tölvunni.