Börkur:Ég heiti Sigurbjörnsson og ?>

Börkur:Ég heiti Sigurbjörnsson og

Börkur:Ég heiti Sigurbjörnsson og er hér til að sækja lykilinn að nýju skrifstofunni minni.

Afgreiðslumaður:Hmm … þú þarft að borga 25 gyllini í tryggingu.

B:Nei ég ætla að skila inn lyklinum af gömlu skrifstofunni og yfirfæra trygginguna fyrir honum yfir á nýja lykilinn

[Börkur réttir fram gamla lykilinn]

A:Hmm … en gamli lykillinn er alveg eins og sá nýi.

B:Mig grunaði það því að ég gat opnað nýju skrifstofuna með gamla lyklinum.

A:Af hverju ertu þá að skipta?

B:Af því að mér var sagt að ég yrði að gera það.

A:Hmm … skrýtið … allavegana … hér færð þú annan lykilinn til baka. Bless.

B:Bless.

Skildu eftir svar