Þar sem ég hafði
Þar sem ég hafði ekkert að gera í dag þá fór ég niður í bæ og keypti bakarofn. Nú get ég loksins farið að baka kökur. Ofninn er að vísu svo lítill að ég get einungis bakað smákökur.
Eftir kvöldmatinn kenndi ég nokkrum nágrönnum að spila drullu. Mér gekk afar vel framan af og var keisari eða aðstoðarkeisari næstum allt spilið. Hins vegar fipaðist mér flugið undir lokin og endaði sem drullan.