Í átta mánuði bjó ?>

Í átta mánuði bjó

Í átta mánuði bjó ég í Amsterdam án þess að eiga almennilega vekjaraklukku. Vekjarinn á úrinu mínu nægði til að koma mér á fætur. Frá áramótum hefur ónæmiskerfið mitt unnið dag og nótt við að finna upp móteitur gegn þeirri hringingu. Svo virðist sem því hafi tekist ætlunarverk sitt. Ég get núna slökkt á úrvekjaranum án þess að vakna. Ég fór því í dag á stúfana til að kaupa vekjaraklukku. Mér leiðast verslanir. Þess vegna fór ég inn í fyrstu verslun sem varð á vegi mínum og keypti fyrstu klukkuna sem ég sá þar. Þegar heim var komið áttaði ég mig á því að ég hefði betur hugsað út í hvað ég var að gera. Ég keypti nefnilega ekki stafræna klukku. Það þýðir að ef ég hef vekjarann ætíð virkan þá hringir klukkan tvisvar á sólarhring. Ég hef ekkert á móti því að klukkan hringi á morgnana en nágrannar mínir gætu haft eitthvað að athuga við að klukkan hringi seinnipartinn, sérstaklega ef ég er ekki heima til að stöðva hringinguna. Ég verð því að virkja vekjarann á kvöldin og slökkva á honum á morgnana. Þetta býður hættunni heim því að ég er ansi hræddur um að ég muni oft gleyma kvöldverkinu. Það kemur því í ljós á næstu dögum hvernig til tekst. Það er hins vegar ljóst að þessi klukka er þokkalega COUNTERCLOCKWISE.

Skildu eftir svar