Browsed by
Month: september 2001

Skilafrestur fyrir lausnir í ?>

Skilafrestur fyrir lausnir í

Skilafrestur fyrir lausnir í heimaprófi í Modal Logic er á morgun. Ég eyddi deginum í að reyna að klára dæmin. Í upphafi dags hafði ég eingöngu lokið við fjögur dæmi af átta. Eftir mikið puð tókst mér að leysa þrjú dæmi í viðbót. Í dagslok átti ég því lausnir við sjö dæmum af átta. Síðasta dæmið bíður til morguns. Ég þarf ekki að skila inn lausnunum fyrr en klukkan fjögur. Mér ætti því að gefast tími til að klára verkið….

Read More Read More

Í sumar gerði ég ?>

Í sumar gerði ég

Í sumar gerði ég smá breytingar á vefnum mínum. Það er að segja ég umbreytti öllum html kóðanum mínum yfir í xml kóða. Ég bjó síðan til forrit sem breytti xml kóðanum til baka yfir í html kóða. Eftir þessi umskipti er mun auðveldara að viðhalda vefnum. Þar sem xml kóðinn minn inniheldur talsverðar merkingarfræðilegar upplýsingar þá ætti einnig að verða auðveldara að laga hann að næstu kynslóð vefjarins, The Semantic Web (Hvenær sem hún mun svosem líta dagsins ljós)….

Read More Read More

Ég skrapp ásamt nágranna ?>

Ég skrapp ásamt nágranna

Ég skrapp ásamt nágranna mínum út á myndbandaleigu með það fyrir augum að leigja bjarta gamanmynd. Eftir að hafa leitað án árangurs um stund ákváðum við að biðja afgreiðslumanninn um aðstoð. Hann sagðist hafa horft á myndina Catch 22 í gær. Hún hafði verið afar skemmtileg og mjög björt. Við sannfærðumst um að þetta væri einmitt myndin sem við værum að leita að. Úr varð skemmtilegt myndbandskvöld með engum dökkum senum og þar af leiðandi hljóði allan tímann.

Ég hafði hugsað mér ?>

Ég hafði hugsað mér

Ég hafði hugsað mér að eyða kvöldinu í góðra vina hóp í stúdentakjallaranum. Ég var ekki sá eini sem hafði fengið þá hugdettu. Kjallarinn var fullur af fólki. Raunar var svo troðið þar inni að ég ákvað að flýja af vettvangi ásamt kunningjum mínum. Úr varð að ég eyddi kvöldinu í góðra vina hóp heima í eldhúsinu.

Á miðvikudögum er gaman ?>

Á miðvikudögum er gaman

Á miðvikudögum er gaman að hafa sjónvarp. Þá er sýnt beint frá meistaradeildinni. Ég eyddi kvöldinu fyrir framan skjáinn og horfði á PSV vinna Lazio. Auk þess að njóta fótboltans reyndi ég að læra hollensku með því að reyna að skilja hvað þulurinn var að segja. Þetta tel ég vera afar hjálplegt í baráttunni við að læra hollensku. Því eins og alkunna er þá eru íþróttaþulir miklir málfarssnillingar.

Til er margs konar ?>

Til er margs konar

Til er margs konar fíkn. Listinn yfir þau efni sem hægt er að ánetjast er langur. Þar er má m.a. finna kaffi, tóbak, súkkulaði o.fl. Fram til dagsins í dag hafði ég ekki vitað að Worchestersósa væri á þessum lista. Í dag kom einn nágranni minn út úr skápnum sem Worchestersósufíkill. Í fyrstu hélt ég að fíknin lýsti sér í því að hann útbúi oft rétti sem innihaldi sósuna. Hins vegar finnst honum best að drekka sósuna beint af stút.

Fram til dagsins í ?>

Fram til dagsins í

Fram til dagsins í dag hafði ég stundað framhaldsnám mitt án þess að þurfa að kaupa eina einustu kennslubók. Í dag keypti ég mér bók um Modal Logic. Í daglegu tali er bókin kölluð "bókin um Modal Logic" eða bara "bókin". Þar sem bókin er að mestu leyti skrifuð af kennurum við UvA þá fengum við hana á dúndurtilboði, 150NLG í stað 220NLG. Ég er nokkuð viss um að þetta hafi ekki verið slæm kaup.

Í morgun vaknaði ég ?>

Í morgun vaknaði ég

Í morgun vaknaði ég við: "Bánk bánk". Ég skreið fram úr rúminu og opnaði dyrnar. "Góðan daginn Börkur. Var ég að vekja þig" "Já" "Komdu fljótt. Það er nokkuð sem þú verður að sjá" Ég elti nágrannann inn í herbergið hans. "Sjáðu páfagaukinn sem situr þarna á gluggasillunni. Hann vakti mig í morgun ásamt fjórum bræðrum sínum. Bræðurnir flugu í burtu en þessi er búinn að sitja þarna í langan tíma og horfa inn í herbergið" "Hmmm … fuglarnir hafa…

Read More Read More

Þegar fólk kemur saman ?>

Þegar fólk kemur saman

Þegar fólk kemur saman til að spila rommí þá fer oft heilmikill tími í að ákveða hvaða reglur skuli gilda. Hvernig má nota tvista? Hversu mörg stig fást fyrir ás? O.s.frv. Í gær spilaði ég rommí við tvo nágranna mína. Hvorugur þeirra hafði spilað rommí áður. Ég gat því þröngvað upp á þá þeim reglum sem mér líkaði. Úr varð afar ánægjuleg kvöldstund með rommí, ouzo, brennivíni og tei. Ekki spillti það fyrir mér ánægjunni að ég vann spilið.

Í morgunsárið leit út ?>

Í morgunsárið leit út

Í morgunsárið leit út fyrir að ég myndi skila inn afar ófullnægjandi lausnum á heimaverkefnunum í Model Theory. Ég hafði setið í allan gærdag með sveittan skallann og reynt að leysa þessi verkefni. Árangur dagsins voru lausnir sem ég var viss um að væru rangar en ég vissi ekki hvar villan lá. Ég gerði því úrslita tilraun í morgun til að brjóta upp meinlokuna sem villan leyndist bak við. Eftir mikinn lestur og heilabrot þá tókst mér ætlunarverkið. Ég gat…

Read More Read More