Skilafrestur fyrir lausnir í
Skilafrestur fyrir lausnir í heimaprófi í Modal Logic er á morgun. Ég eyddi deginum í að reyna að klára dæmin. Í upphafi dags hafði ég eingöngu lokið við fjögur dæmi af átta. Eftir mikið puð tókst mér að leysa þrjú dæmi í viðbót. Í dagslok átti ég því lausnir við sjö dæmum af átta. Síðasta dæmið bíður til morguns. Ég þarf ekki að skila inn lausnunum fyrr en klukkan fjögur. Mér ætti því að gefast tími til að klára verkið….