Einn helsti ókostur við ?>

Einn helsti ókostur við

Einn helsti ókostur við að búa í Amsterdam er að það er hægt að lifa góðu lífi án þess að kunna stakt orð í hollensku. Hér tala allir góða ensku og eru stolltir af því. Borgarbúar vilja heldur eiga samskipti á ensku heldur en bjagaðri hollensku. Ég hef nú búið í Hollandi í átta mánuði án þess að hafa tekið miklum framförum í máli innfæddra. Satt best að segja finnst mér það afar leiðinlegt afrek. Þess vegna hóf ég í dag nýtt átak í hollenskunámi. Fyrst um sinn ætla ég að einbeita mér að læra að lesa málið en seinna stefni ég að því að geta tekið þátt í samræðum á hollensku. Svo er bara að bíða og sjá hvort ég geti pínt hollendinga til að tala við mig á þeirra móðurmáli. Ég hef heyrt að besta ráðið til þess sé að þykjast ekki tala stakt orð í ensku.

Skildu eftir svar