Það er ýmislegt sem
Það er ýmislegt sem ég þarf að ljúka af áður en ég byrja á að skrifa lokaritgerðina mína. Fyrst af öllu þarf ég að velja mér ritgerðarefni. Um daginn heyrði ég að það er til nokkuð sem heitir Description Logics. Ég varð strax yfir mig ástfanginn af þessum tveimur orðum. Í dag byrjaði ég á að leita að lesefni til að finna út hvað liggur á bak við þessi fögru orð. Fyrirfram býst ég við að í þeim felist formleg aðferðafræði til að lýsa hverju sem er. Minn draumur er að hægt sé að nota hana til að innleiða formlegri aðferðafræði í hugbúnaðargerð. Áður en að ég reyni að láta drauminn verða að veruleika þarf ég að setjast niður og kynna mér efnið. Það verður verkefni næstu daga.