Þó ég hafi skrifað ?>

Þó ég hafi skrifað

Þó ég hafi skrifað undir nýjan leigusamning og borgað leigu fyrir septembermánuð, þá er ekki öllu veseni vegna húsnæðismála lokið. Ég er nenfnilega að skipta um leigusala núna um mánaðamótin. Þess vegna þarf húsvörðurinn að skoða herbergið mitt til að athuga hvort ekki sé allt í lagi með það. Sú skoðun átti að fara fram á næsta föstudag einhvern tíman á bilinu 11:00 – 14:00. Ég hitti hins vegar húsvörðinn fyrir utan herbergið mitt í dag. Ég spurði hann hvort hann væri ekki til í að framkvæma skoðunina í dag. Hann var nú til í það og hann gaf mér skriflega yfirlýsingu þess efnis að herbergið mitt væri í stakasta lagi. Ég fór svo með þessa yfirlýsingu til gamla leigusalans og fékk hann til að borga mér til baka trygginguna fyrir herberginu. Peningana fór ég svo með til nýja leigusalans og lagði þá inn sem tryggingu fyrir herberginu. Þá ætti ég ekki að þurfa að standa í húsnæðismálastússi á næstunni.

Skildu eftir svar