Vaknaði eins og vanalega
Vaknaði eins og vanalega við vekjaraklukkuna mína klukkan átta í morgun. Ég náði að sannfæra sjálfan mig um að sofa aðeins lengur frameftir morgni á þeirri forsendu að í dag væri laugardagur. Ég varð afar vonsvikinn þegar ég vaknaði um tíuleytið og áttaði mig á að það var föstudagur. Einnig var ég afar hissa á að vera að nálgast seinni hluta morguns þrátt fyrir að ég hafi sofið fram eftir honum.