Um hádegisbilið truflaði leiðinda
Um hádegisbilið truflaði leiðinda væl mig við lærdóminn. Ég hugsaði með mér hvað mér leiddist það þegar bílaþjófavarnarkerfi fer af stað án nokkurs tilefnis. Stuttu seinna áttaði ég mig á að hljóðið kom ekki frá þjófavarnarkerfi heldur almannavarnakerfi. Þar sem ég er löngu hættur að kippa mér upp við almannavarnagaul á hádegi á miðvikudögum, þá hélt ég áfram að læra eins og ekkert hafði í skorist. Stuttu seinna heyrði ég tilkynnt í útvarpinu að þetta hafi verið almannavarnaæfing.