Browsed by
Month: júní 2001

Pabbi hannaði sitt fyrsta ?>

Pabbi hannaði sitt fyrsta

Pabbi hannaði sitt fyrsta forrit til að keyra á tölvu sem hafði (að mig minnir) 2kb innra minni. Hann þurfti því að vera afar spar á breytur og ekkert bæti mátti fara til spillis. Fram til dagsins í dag hef ég ekki haft miklar áhyggjur af minnisnotkun þeirra forrita sem ég hef smíðað. Ég hef ekki kippt mér upp við það þó ég notaði 50kb þegar ég hefði líklega geta komist af með 20kb. Það hefur ekki skipt máli því…

Read More Read More

Ég hjálpaði nágranna mínum ?>

Ég hjálpaði nágranna mínum

Ég hjálpaði nágranna mínum í dag að setja upp mastersritgerðina hans í Word. Ég hef undanfarið reynt mitt besta til að forðast það forrit. Viðureign mín við það í dag hefur sannfært mig enn betur um yfirburði LaTeX þegar kemur að því að setja upp texta sem spannar meira en eina blaðsíðu.

Ég hafði búist við ?>

Ég hafði búist við

Ég hafði búist við að ég myndi naumlega dröslast fram úr í morgun vegna harðsperra og þreytu eftir fótbolta gærdagsins. Raunin var önnur. Ég náði alls ekki að dröslast fram út í morgun vegna harðsperra og þreytu eftir fótbolta gærdagsins. Eftir hádegi náði ég á óskiljanlegan hátt að komast á fætur. Þeir fætur voru hins vegar helaumir. Sömu sögu var að segja af baki og öxlum. Ég held ég þurfi að fara að hreyfa mig reglulegar til að koma mér…

Read More Read More

Í dag var haldið ?>

Í dag var haldið

Í dag var haldið knattspyrnumót starfsmanna UvA. Þar sem ekki náðist að manna lið rökfræðideildarinnar með starfsmönnum gekk ég í lið með þeim. Áður en mótið hófst settumst við niður til að ræða leikkerfi. Við settum fram frumsendukerfi og leiddum út frá því módel sem lýsti því hvernig við gætum unnið mótið. Þó svo að allar útleiðslur okkar hafi verið fullkomnlega rökréttar þá var árangur okkar ekki eins og við höfðum gert ráð fyrir. Seinna áttuðum við okkur á því…

Read More Read More

Um hádegisbilið truflaði leiðinda ?>

Um hádegisbilið truflaði leiðinda

Um hádegisbilið truflaði leiðinda væl mig við lærdóminn. Ég hugsaði með mér hvað mér leiddist það þegar bílaþjófavarnarkerfi fer af stað án nokkurs tilefnis. Stuttu seinna áttaði ég mig á að hljóðið kom ekki frá þjófavarnarkerfi heldur almannavarnakerfi. Þar sem ég er löngu hættur að kippa mér upp við almannavarnagaul á hádegi á miðvikudögum, þá hélt ég áfram að læra eins og ekkert hafði í skorist. Stuttu seinna heyrði ég tilkynnt í útvarpinu að þetta hafi verið almannavarnaæfing.

Það er einn ósiður ?>

Það er einn ósiður

Það er einn ósiður Hollendinga sem ég á afar erfitt með að venja mig við. Þeir eiga það nefnilega til að hafa búðir og kaffihús lokuð á helgidögum. Ég greip því í tómt þegar ég ætlaði að fara út í búð og kaupa mér brauð í hádeginu. Ég gekk því um nágrennið í leit að opnu kaffihúsi til að fá mér eitthvað í svanginn. Ekki bar sú leit árangur. Það var því aðeins eitt að gera. Heimsækja staðinn sem er…

Read More Read More

Ég ákvað að prófa ?>

Ég ákvað að prófa

Ég ákvað að prófa skráasafns ranghverfinn minn (sem ég sagði frá síðasta fimmtudag). Sem tilraunadýr notaði ég skárnar sem eru á vefnum mínum. Ranghverfirinn þjappaði 150kb skráasafni saman í 600kb ranghverfa skrá. Það er greinilegt að leitarvélar eru ekki hannaðar fyrir svona lítil skráasöfn. Þær henta betur í þeim tilvikum þar sem er raunverulega þörf fyrir þær. Til dæmis til að leita á öllum veraldarvefnum eða í skjalasafni sem inniheldur alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Bandaríkjunum.

Þýskur kunningi minn spurði ?>

Þýskur kunningi minn spurði

Þýskur kunningi minn spurði mig hvort ég hefði áhuga á að fara með honum í kröfugöngu. Þar sem ég hef afar gaman af hvers konar gönguferðum ákvað ég að slá til. Á leiðinni að staðnum þar sem gangan átti að byrja velti ég því fyrir mér hvað það gæti verið sem ég væri að fara að krefjast. Þegar þangað var komið fékk ég að vita að gangan var til að mótmæla stríði. Nánar tiltekið stríðinu gegn eiturlyfjum. Aðal krafan var…

Read More Read More