Pabbi hannaði sitt fyrsta
Pabbi hannaði sitt fyrsta forrit til að keyra á tölvu sem hafði (að mig minnir) 2kb innra minni. Hann þurfti því að vera afar spar á breytur og ekkert bæti mátti fara til spillis. Fram til dagsins í dag hef ég ekki haft miklar áhyggjur af minnisnotkun þeirra forrita sem ég hef smíðað. Ég hef ekki kippt mér upp við það þó ég notaði 50kb þegar ég hefði líklega geta komist af með 20kb. Það hefur ekki skipt máli því…