Pabbi hannaði sitt fyrsta ?>

Pabbi hannaði sitt fyrsta

Pabbi hannaði sitt fyrsta forrit til að keyra á tölvu sem hafði (að mig minnir) 2kb innra minni. Hann þurfti því að vera afar spar á breytur og ekkert bæti mátti fara til spillis. Fram til dagsins í dag hef ég ekki haft miklar áhyggjur af minnisnotkun þeirra forrita sem ég hef smíðað. Ég hef ekki kippt mér upp við það þó ég notaði 50kb þegar ég hefði líklega geta komist af með 20kb. Það hefur ekki skipt máli því ég hef ávalt átt nokkur Mb af minni ónotuð. Ég hafði aldrei kynnst lögmáli skortsins.

Í dag var ég að vinna að forriti sem greindi uppbyggingu 500 setninga texta úr biblíunni með það fyrir augum að finna úr reglur sem gætu hjálpað tölvu til að læra ensku. Forritið byrjaði á að búa til lista yfir 170.000 reglur sem mögulegt væri að nota til að endurskapa þennan texta. Forritið vann síðan með þennan lista til að reyna að einfalda hann.

Fyrsta keyrsla forritsins gafst upp í miðju kafi vegna þess að 128Mb minni tölvunnar minnar rann til þurrðar. Ég þurfti því að leggjst yfir kóðann minn til að finna staði þar sem ég gæti skorið niður minnisnotkun. Þessi reynsla kennir mér vonandi að líta á vinnsluminni sem takmarkaða auðlind og fara sparlega með breytur.

Skildu eftir svar