Kennslustundin í Information Retrieval ?>

Kennslustundin í Information Retrieval

Kennslustundin í Information Retrieval var frekar ólukkuleg í dag. Kennarinn ætlaði að sýna okkur dæmi um það hvernig hægt er áætla mikilvægi vefsíðna með því að skoða hvernig þær vísa hver í aðra. Þegar á hólminn var komið þá virkaði forritið hans ekki. Megnið af kennslustundinni fór því í að horfa yfir öxlina á honum og fylgjast með hvernig hann hrærði í pearl kóðanum sínum. Undir lok tímans tókst honum að laga villuna og gat sannfært okkur um mikilvægi vef-tengla.

Skildu eftir svar