Ég ákvað að prófa
Ég ákvað að prófa skráasafns ranghverfinn minn (sem ég sagði frá síðasta fimmtudag). Sem tilraunadýr notaði ég skárnar sem eru á vefnum mínum. Ranghverfirinn þjappaði 150kb skráasafni saman í 600kb ranghverfa skrá. Það er greinilegt að leitarvélar eru ekki hannaðar fyrir svona lítil skráasöfn. Þær henta betur í þeim tilvikum þar sem er raunverulega þörf fyrir þær. Til dæmis til að leita á öllum veraldarvefnum eða í skjalasafni sem inniheldur alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Bandaríkjunum.