Ég hafði búist við ?>

Ég hafði búist við

Ég hafði búist við að ég myndi naumlega dröslast fram úr í morgun vegna harðsperra og þreytu eftir fótbolta gærdagsins. Raunin var önnur. Ég náði alls ekki að dröslast fram út í morgun vegna harðsperra og þreytu eftir fótbolta gærdagsins. Eftir hádegi náði ég á óskiljanlegan hátt að komast á fætur. Þeir fætur voru hins vegar helaumir. Sömu sögu var að segja af baki og öxlum. Ég held ég þurfi að fara að hreyfa mig reglulegar til að koma mér í sæmilegt form. Í dag hreyfði ég mig hins vegar reglulega lítið. Lá mestallan tímann uppi í rúmi með tölvuna mína í kjöltunni og spilaði tölvuleik.

Skildu eftir svar