Það er einn ósiður
Það er einn ósiður Hollendinga sem ég á afar erfitt með að venja mig við. Þeir eiga það nefnilega til að hafa búðir og kaffihús lokuð á helgidögum. Ég greip því í tómt þegar ég ætlaði að fara út í búð og kaupa mér brauð í hádeginu. Ég gekk því um nágrennið í leit að opnu kaffihúsi til að fá mér eitthvað í svanginn. Ekki bar sú leit árangur. Það var því aðeins eitt að gera. Heimsækja staðinn sem er hafinn yfir trúarbrögð. Staðinn sem selur Indverjum franskar, steiktar í heilögum beljum. Ég fékk mér því hádegismat á McDonald´s.