Í dag var haldið ?>

Í dag var haldið

Í dag var haldið knattspyrnumót starfsmanna UvA. Þar sem ekki náðist að manna lið rökfræðideildarinnar með starfsmönnum gekk ég í lið með þeim. Áður en mótið hófst settumst við niður til að ræða leikkerfi. Við settum fram frumsendukerfi og leiddum út frá því módel sem lýsti því hvernig við gætum unnið mótið. Þó svo að allar útleiðslur okkar hafi verið fullkomnlega rökréttar þá var árangur okkar ekki eins og við höfðum gert ráð fyrir. Seinna áttuðum við okkur á því hvað það var sem vantaði í frumsendukerfið. Við höfðum gleymt að gera ráð fyrir mótherjum. Einnig var líkamlegt ástand okkar liðs alls ekki gott. Módelið gerði hins vegar ráð fyrir að leikmenn væru í normalformi.

Milli þess sem við töpuðum leikjum fengum við okkur orkudrykki í boði skólans. Ef drykkirnir voru eitthvað í líkingu við það sem hollenska knattspyrnulandsliðið fær sér þá var eins gott að við vorum ekki sendir í lyfjapróf eftir mótið.

Við lenntum í fimmta sæti af fimm liðum. Töpuðum þremur leikjum en náðum einu jafntefli. Við höfðum því miklum sorgum að drekkja í bjórnum sem skólinn bauð upp á í mótslok.

Skildu eftir svar