Browsed by
Month: júní 2001

Ég reyndi að leysa ?>

Ég reyndi að leysa

Ég reyndi að leysa verkefnin á síðasta dæmablaði þessa misseris. Mér gekk þó illa að halda einbeitingunni. Ég kenni því um að verkefnin eru ekki nógu áhugaverð. Einnig getur verið að það vanti smá tímapressu til að ýta á eftir mér. Skilafrestur dæmablaðsins er nefnilega ekki fyrr en 27.júlí. Ég vona að mér gangi betur á morgun og nái að klára verkið. Þá ætti ég að geta skellt mér af fullum krafti í ritgerðarvinnu eftir helgi.

Ég fékk í dag ?>

Ég fékk í dag

Ég fékk í dag póstkort frá dell þar sem þeir buðu mér ókeypis stafræna myndavél. Það eina sem ég þurfti að gera var að kaupa dell fartölvu. Ég er að hugsa um að láta þetta tilboð framjá mér fara. Dell fartölvan sem ég keypti í byrjun mars dugar mér ágætlega eins og er.

Ég hitti námsráðgjafann minn ?>

Ég hitti námsráðgjafann minn

Ég hitti námsráðgjafann minn í dag. Við komum okkur saman um að ég myndi bíða með að ákveða ritgerðarefni fyrir lokaritgerðina mína þar til eftir ESSLLI sumarskólann. Það ætla ég að hafa augu og eyru opin til að safna að mér fróðleik sem ég get svo notað til að láta mét detta í hug skemmtilegt ritgerðarefni.

Ég notaði skinið milli ?>

Ég notaði skinið milli

Ég notaði skinið milli skúranna til að fá mér hjólatúr til næsta bæjar. Ég hjólaði til bæjarins Haarlem á vesturströnd Hollands, 20 km vestur af Amsterdam. Um það bil sem ég kom inn í bæinn byrjaði að hellirigna. Ég læsti hjólinu, dreif mig inn á kaffihús og fékk mér hressingu á meðan úrhellið stóð yfir. Þegar stytti upp fékk ég mér göngutúr um bæinn. Ég gekk uns ég fann hjólið mitt aftur. Ég yfirgaf Haarlem í þurru veðri og vonaði…

Read More Read More

Vaknaði eins og vanalega ?>

Vaknaði eins og vanalega

Vaknaði eins og vanalega við vekjaraklukkuna mína klukkan átta í morgun. Ég náði að sannfæra sjálfan mig um að sofa aðeins lengur frameftir morgni á þeirri forsendu að í dag væri laugardagur. Ég varð afar vonsvikinn þegar ég vaknaði um tíuleytið og áttaði mig á að það var föstudagur. Einnig var ég afar hissa á að vera að nálgast seinni hluta morguns þrátt fyrir að ég hafi sofið fram eftir honum.

Kennslustundin í Information Retrieval ?>

Kennslustundin í Information Retrieval

Kennslustundin í Information Retrieval var frekar ólukkuleg í dag. Kennarinn ætlaði að sýna okkur dæmi um það hvernig hægt er áætla mikilvægi vefsíðna með því að skoða hvernig þær vísa hver í aðra. Þegar á hólminn var komið þá virkaði forritið hans ekki. Megnið af kennslustundinni fór því í að horfa yfir öxlina á honum og fylgjast með hvernig hann hrærði í pearl kóðanum sínum. Undir lok tímans tókst honum að laga villuna og gat sannfært okkur um mikilvægi vef-tengla.

Fyrir þremur vikum síðan ?>

Fyrir þremur vikum síðan

Fyrir þremur vikum síðan sagði ég frá því þegar ég gerði mislukkaða tilraun til að skila af mér verkefnum í Autonomous Learning Systems. Ég gerði í dag aðra tilraun til að skila inn forritum. Þessi tilraun lukkaðist betur en sú fyrri. Öll sex forritin sem ég skilaði inn virkuðu sem skyldi. Mér létti mikið við að takast að skila þessu af mér. Nú get ég farið að einbeita mér að ritgerðinni sem ég þarf að skrifa fyrir þennan kúrs. Áður…

Read More Read More

Hvernig er best að ?>

Hvernig er best að

Hvernig er best að finna góða vef-leitarvél? Ég reyndi að finna góða íslenska leitarvél í dag. Ég fór því á vefinn leit.is (því að sá vefur sérhæfir sig í að leita á íslenskum vefjum). Ég sló inn leitarstrenginn "góð leitarvél". Enga leitarvél var að finna á fyrstu tíu síðunum sem þessi leit skilaði. Er þá ekki til nein góð íslensk leitarvél? Allavegana ekki samkvæmt leit.is! Þeir sem vilja fá samanburð á útlenskum vef-leitarvélum ættu að skoða vefinn www.searchenginewatch.com.