Pearl Harbour er ofarlega
Pearl Harbour er ofarlega í huga margra þessa dagana. Næsta víst er að samnefnd bíómynd þar mikið að segja. Ég er nokkuð viss um að þessi mynd sé afar góð heimild um sjálfsímynd Bandaríkjamanna í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Ég er hins vegar ekki eins viss um að hún sé góð heimild um árásina á Pearl Harbour. Fróðlegt verður að vita hvernig viðtökurnar verða í Japan, einum mikilvægasta markaði Hollywood mynda utan Bandaríkjanna.