Enn einn dagurinn í
Enn einn dagurinn í sólinni. Satt best að segja er rigning ofarlega á óskalistanum mínum þessa dagana. Hún myndi gefa mér tækifæri til að snúa mér að lærdómnum á ný. Annars hafa menn, kunnugir staðarháttum hér, bent mér á að njóta veðursins meðan það varir. Það er ekki víst að sólin muni láta sjá sig að ráði það sem eftir lifir sumars.