Ég náði að klára
Ég náði að klára í dag forrit sem ég er búinn að vera að puða við undanfarið. Forritið var lausn á verkefni sem var sett fyrir í kúrsinum Autonomous Learning Systems. Verkefnið fólst í því að búa til forrit til að læra hlutmengi í mengi allra strengja. Forritið fær sem inntak nokkra strengi sem eru í menginu (dæmi) og nokkra strengi sem ekki eru í menginu (mótdæmi). Forritið skilar af sér lýsingu á stöðuvél sem ber kennsl á öll dæmin…