Browsed by
Month: maí 2001

Ég náði að klára ?>

Ég náði að klára

Ég náði að klára í dag forrit sem ég er búinn að vera að puða við undanfarið. Forritið var lausn á verkefni sem var sett fyrir í kúrsinum Autonomous Learning Systems. Verkefnið fólst í því að búa til forrit til að læra hlutmengi í mengi allra strengja. Forritið fær sem inntak nokkra strengi sem eru í menginu (dæmi) og nokkra strengi sem ekki eru í menginu (mótdæmi). Forritið skilar af sér lýsingu á stöðuvél sem ber kennsl á öll dæmin…

Read More Read More

Ég var orðinn þreyttur ?>

Ég var orðinn þreyttur

Ég var orðinn þreyttur á að nota ekki bollana úr eldhúsinu (þ.e. ég var orðinn þreyttur á að finna ekki hreinan bolla þegar mig vantaði slíkan). Ég skrapp því í bæinn til að kaupa mér mína eigin bolla. Keypti mér í leiðinni koníaksglös. Nú þarf ég ekki lengur að drekka koníakið mitt úr óhreinum bolla. Ég er ekki frá því að ég hafi lært talsverða dönsku af því að lesa Lukku Láka bækur þegar ég var í Köben um daginn….

Read More Read More

Ég var að skoða ?>

Ég var að skoða

Ég var að skoða afritið af gömlu tölvunni minni þegar ég rakst á gamlan kunningja, Striker, fótboltaleik sem fylgdi með Championship Manager I. Ég fann fyrir óstjórnanlegri löngun til að endurnýja kynnin. Ég skemmti mér stórvel við að spila þennan gamla góða einfalda (980 kb) tölvuleik (FIFA 2001 hvað?).

Ég fékk í dag ?>

Ég fékk í dag

Ég fékk í dag tölvupóst frá hollenska fyrirtækinu DataDistiller. Það sagðist hafa fundið CV-ið mitt á netinu og í framhaldinu ákveðið að benda mér á að það væri að leita að starfsfólki. Það hvatti mig til að sækja um vinnu hjá sér. Einnig bað það mig um að segja öllum vinum mínum sem hefðu svipaðan feril og ég, frá þessum lausu störfum. Ég er ekki að leita mér að vinnu en ef þú, lesandi góður, hefur svipaðan feril og ég…

Read More Read More

Ég nennti ekki að ?>

Ég nennti ekki að

Ég nennti ekki að elda og skellti mér þess vegna á ítalskan (les: tyrkneskan) flatbökustað í nágrenninu. Þegar ég var búinn að panta matinn hugðist ég að snúa mér að lestri bókarinnar sem ég hafði tekið með mér til að stytta mér biðina eftir matnum. Það var hins vegar eitthvað sem truflaði mig, en ég vissi ekki hvað það var. Fljótlega áttaði ég mig á því að skvaldrið á veitingastaðnum var ekkert venjulegt hollenskt skvaldur. Mér fannst ég greina íslenskt…

Read More Read More

Kennarinn í iir var ?>

Kennarinn í iir var

Kennarinn í iir var nýkominn heim frá Fíladelfíu og ekki búinn að jafna sig á tímamismuninum. Hann var því ekki fyllilega vakandi í tíma í dag. Hann stóð sig samt furðuvel við að koma efninu til skila. Af og til stoppaði hann þó fyrirlesturinn og starði út í loftið eins og hann væri að reyna að átta sig á stund og stað. Líklegast hefur hann tekið myndvarpann með sér yfir hafið því að á honum voru einnig þreytumerki. Af og…

Read More Read More

Eins og ég hef ?>

Eins og ég hef

Eins og ég hef áður minnst á í dagbókinni þá eru nágrannar mínir ekki þeir allra duglegustu í því að halda eldhúsinu hreinu. Iðulega safnast mikið fyrir af óhreinu leirtaui í vaskinum og oft má finna hálfrotnaða ávexti uppi á ísskápnum. Á mánudögum er rusl hirt í götunni okkar. Við þurfum því að henda ruslapokunum okkar út á gangstétt á mánudagsmorgnum. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég lagði leið mína inn í eldhús í morgun að einhver hafði…

Read More Read More

Fékk mér langan göngutúr ?>

Fékk mér langan göngutúr

Fékk mér langan göngutúr um skóglendi Amsterdam. Amsterdamse Bos er stærsta útivistarsvæði Amstedambúa, skógur í nágrenni borgarinnar. Gönguferðin varði í u.þ.b. sex tíma. Sex tíma gönguferð í sólskininu, ekki slæm notkun á deginum. Eins og sönnum Íslendingi sæmir horfði ég á júróvísjón. Mér til fulltingis hafði ég makedónska nágrannann minn. Við horfðum á útsendingu BBC. Breski þulurinn var afar skemmtilegur. Hans athugasemd við íslenska lagið var eitthvað á þá leið: "Þetta lag mun ekki ná athygli nokkurrar dómnefndar, en mun…

Read More Read More