Ég var orðinn þreyttur ?>

Ég var orðinn þreyttur

Ég var orðinn þreyttur á að nota ekki bollana úr eldhúsinu (þ.e. ég var orðinn þreyttur á að finna ekki hreinan bolla þegar mig vantaði slíkan). Ég skrapp því í bæinn til að kaupa mér mína eigin bolla. Keypti mér í leiðinni koníaksglös. Nú þarf ég ekki lengur að drekka koníakið mitt úr óhreinum bolla.

Ég er ekki frá því að ég hafi lært talsverða dönsku af því að lesa Lukku Láka bækur þegar ég var í Köben um daginn. Það er löngu kominn tími á að ég fari að læra smá hollensku. Ég ákvað því að skreppa inn í bókabúð og kaupa mér hollenska bók um uppáhalds hetjuna mína, sem er þennig lýst: "De man die twee keer zo snel schiet als zijn schaduw".

Skildu eftir svar