Ég var í dag
Ég var í dag spurður að því hvort mig langaði í fjólubláan hluta af skipi. Nágrannakona mín er að flytja vestur um haf á morgun. Eitt af því sem hún hafði ekki pláss fyrir í ferðatöskunum var fjólublá spýta sem hugsanlega hafði eitt sinn verið partur af skipi. Þó svo ég sé nokkuð viss um að mér muni aldrei aftur vera boðinn fjólublár partur af skipi, þá ákvað ég að afþakka boðið. Hins vegar bauðst ég til að kaupa hjólið hennar. Hún gekk að því boði.