Ég fékk mér fyrsta ?>

Ég fékk mér fyrsta

Ég fékk mér fyrsta hjólatúrinn á nýja hjólinu mínu í morgun. Þetta virðist við fyrstu pedalstig vera fínasti gripur. Á íslenskan mælikvarða myndi hjólið líklega teljast bölvað drasl. Hér í Amsterdam eru hjólaþjófnaðir svo algengir að ekki borgar sig að fá sér gott hjól. Algengt verð fyrir nýtanlegt hjól er 25 gyllini (það er að segja ef það er keypt beint af þeim sem stal því (verðið fer hins vegar upp í 125 gyllini sé það keypt út úr búð)). Til að minnka líkurnar á að hjólinu verði stolið er gott að kaupa lása. Algengt er að fólk eyði á bilinu 50 – 100 gyllini í læsingar. Hér er ekki nóg að vera með einn sundurklippanlegan lás eins og tíðkast heima á Íslandi. Nauðsynlegt er að nota tvo til þrjá massíva lása til að læsa hjólinu við einhvern jarðfastan hlut.

Skildu eftir svar