Ég fékk í dag
Ég fékk í dag tölvupóst frá starfsmanni ensks ráðningafyrirtækis. Hann spurði hvort ég væri til í að vinna fyrir umbjóðanda sinn, þýskt upplýsingatæknifyrirtæki staðsett í Munchen. Þeir voru að leita að "strong linguist with a sound academic background and c.1-2yrs commercial OO programming experience (Java/C++)". Ég veit nú ekki alveg hvers vegna hann var að senda mér póst. Ég er nú hvorki sterkur né málvísindamaður.