Ég fékk í dag
Ég fékk í dag tölvupóst frá hollenska fyrirtækinu DataDistiller. Það sagðist hafa fundið CV-ið mitt á netinu og í framhaldinu ákveðið að benda mér á að það væri að leita að starfsfólki. Það hvatti mig til að sækja um vinnu hjá sér. Einnig bað það mig um að segja öllum vinum mínum sem hefðu svipaðan feril og ég, frá þessum lausu störfum. Ég er ekki að leita mér að vinnu en ef þú, lesandi góður, hefur svipaðan feril og ég þá vil ég benda þér á að DataDistiller er að leita að þér.