Fram til dagsins í ?>

Fram til dagsins í

Fram til dagsins í dag hafði ég aldrei heyrt á Ísland minnst í fréttasendingum cnn. Ekki einu sinni í veðurfréttunum. Ísland er nefnilega falið undir titlinum á evrópukortinu þeirra. Að vísu er afar ánægjulegt að heyra ekki minnst á Ísland í aðalfréttatímunum því að þeir fjalla í flestum tilfellum um sríðsátök í heiminum. Ég er ekki frá því að ég hafi fyllst miklu þjóðarstolti þegar sá á cnn frétt af flugfarþeganum sem með varalit að vopni, knúði flugvél til að millilenda á Íslandi. Fólk er greinilega tilbúið að leggja ýmislegt á sig til að heimsækja land og þjóð. Og þó … kannski vildi farþeginn bara fá tækifæri til að kaupa sér nýjan varalit í fríhöfninni.

Skildu eftir svar