Fékk mér langan göngutúr ?>

Fékk mér langan göngutúr

Fékk mér langan göngutúr um skóglendi Amsterdam. Amsterdamse Bos er stærsta útivistarsvæði Amstedambúa, skógur í nágrenni borgarinnar. Gönguferðin varði í u.þ.b. sex tíma. Sex tíma gönguferð í sólskininu, ekki slæm notkun á deginum.

Eins og sönnum Íslendingi sæmir horfði ég á júróvísjón. Mér til fulltingis hafði ég makedónska nágrannann minn. Við horfðum á útsendingu BBC. Breski þulurinn var afar skemmtilegur. Hans athugasemd við íslenska lagið var eitthvað á þá leið: "Þetta lag mun ekki ná athygli nokkurrar dómnefndar, en mun þó væntanlega fá tólf stig frá Danmörku, líkt og Danmörk mun fá tólf stig frá Íslandi". Hann hafði að vissu leyti rétt fyrir sé því að Ísland gaf Danmörku tólf stig en Danmörk gaf Íslandi ekki nema tvö stig. Þessi tvö stig nægðu Íslandi hins vegar til að klifra frá botninum og komast fram fyrir Noreg, sem lenti í síðasta sæti sökum þess að Noregur er aftar í stafrófsröðinni en Ísland. Það má því segja að Norðmenn hafi verið sjálfum sér verstir þegar þeir gáfu Íslandi nafn. Að vísu má segja að sigur Íslands yfir Noregi hefði verið meira afgerandi ef nafnið Garðarshólmi hefði verið látið standa.

Skildu eftir svar