Eins og ég hef ?>

Eins og ég hef

Eins og ég hef áður minnst á í dagbókinni þá eru nágrannar mínir ekki þeir allra duglegustu í því að halda eldhúsinu hreinu. Iðulega safnast mikið fyrir af óhreinu leirtaui í vaskinum og oft má finna hálfrotnaða ávexti uppi á ísskápnum. Á mánudögum er rusl hirt í götunni okkar. Við þurfum því að henda ruslapokunum okkar út á gangstétt á mánudagsmorgnum. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég lagði leið mína inn í eldhús í morgun að einhver hafði farið út með ruslið. Að vísu hafði sá hinn sami ekki lagt í að taka ruslapokann sem var í ruslafötunni þó að hún væri stappfull. Það var nú kannski bara eins gott því að þó hann hefði tekið pokann þá hefði hann örugglega ekki nennt að setja nýjan poka í ruslafötuna. Hér tíðkast nefnilega sá siður að henda rusli í ruslafötuna þó að það sé ekki poki í henni og raunar einnig þó hún sé svo full að ruslið rúlli niður á gólf.

Skildu eftir svar